Í svefnsárið fer allt í gang
Fuglarnir í hausnum vakna
og hefja sitt hugarflug
Fljúga syngjandi í allar áttir
í leit að einhverju áhugaverðu
Lenda öðru hvoru í stutta stund
og krafsa í eitthvað
Halda svo flögrinu áfram
og safna ýmsu í hreiðrin sín
Hreiðrin fyllast af alls konar dóti
allt frá fegurstu gersemum að gráu rusli
Eftir talsverðan tíma og mikið flug
byrja fuglarnir að róast
Einn af einum snúa til baka
til að skoða afrakstur þessarar söfnunar
Þegar síðasti fuglinn snýr aftur
færist kyrrðin yfir allt
Í kyrrðinni sem fylgir
verða hlutirnir í hreiðrunum mest áberandi
Sól svefnsins rís hærra og boðar nýjan draum