Þótt Aldirnar Líði
Þótt aldirnar líði og allt hérna deyji
Þá alltaf mitt hjarta skal gæta að þér
Svo aldrei þú villist af hamingju vegi
Og vonin þér fylgi í dvölinni hér.
Hvað sem að verður þá veistu mín kæra
Að verð ég að eilífu þér við hlið
Og jafnan þá lífsins sorgir þig særa
Að sárum ég hlúi og veiti þér lið.
Ef einmanna býður þú ástar að njóta
Þá alltaf skalt vita hún dvelur þar æ
Hvar náðir þú Amors örvum að skjóta’
Og sem engum var forvandis kastað á glæ.
Ef þarfnastu huggunar mitt hjarta skal taka
Hugarvílið svo gleðjist þín sál
Og þá munt gleðjast og í voninni vaka
Vitand’að æva mun loga mitt bál.
Já hvar sem að ferðu þér fylgir minn hugur
Svo fái þitt hjarta æ gleðina séð
Og sál þinni fylgi það drenglyndi’og dugur
Sem dögun þér lýsi á rósanna beð.