LÍFIÐ, ÞÖGNIN OG ÉG
Þögnin er gullin
sagði gömul kona mér.
Ég sagði: sjálfvera verður
að tala vilji hún vita
eitthvað sem önnur veit…
Þögn… Skilningur…,…,
Við skulum halda áfram
þessari ferð…
Ef þögnin er gulli skrýdd er þá visku
í henni að finna?
Er lífið gætt frásagnar hæfileikum?
Býr líf í lífinu?
Skilurðu hvað ég reina að spirja um?
Hefur þú upplifað visku lífsins? Hefurðu sannleikann í huga þér?
Já, lífið er fyrir mér sögumaður.
Lífið er hinn mikli listamaður
„kunstner elegans“.
Og ég hugsa, þess vegna er ég til
og ég hugsa, það sem ég er.
Ég reyni ekki að vera
né vil ég vera annað en það sem ég er.
Ég er…
Stundin heldur áfram.
Ég er blankur.
Ég hef skoðanir.
Ég er jákvæður með afbrigðum.
Ég drekk vín og á góðar stundir með sjálfum mér.
Og verð ekki kjánalegur af sopanum, þó ég standi á nöfinni á stapanum.
Og ég les visku lífsins
úr augum þér
og það glitrar af augnhimnu þinni
en ég hef samt aldrei séð þig…,.
Endir…,…,