Allar vonir foknar
Á gólfið dettur spegillinn og brotnar
Í honum var jú eina vonin mín
Þarmeð eru allar vonir foknar
Um vináttunnar veg til þín
- Draumar verða oft að engu -
Fyrir framan fætur mínar liggja
ótal brot úr þér
Ég get ei sett þau saman
Þótt reyni ég
- Lánið okkar stóð víst ekki lengi -
Hryggðin setur sporin sín í andlit mitt
Tárin renna niður kinnar mínar
Hjartans sprungur opnast upp á gátt
Minningarnar svíða sárt og lengi
- Leiðin hefur lokast, einu sinni enn -