Ég gæli við myrkraverk
sem væri það svartur köttur
Þegar það byrjar að mala
sest kvíðinn á axlir mínar
og byrjar að sprella
Áður en myrkraverkið
byrjar að dorma
og kvíðinn
lætur fara vel um sig
dreg ég fram varnarliðið
Blóðþyrstar og grimmar
afsakanirnar
fljúga froðufellandi úr leynum
hugarfylgsnisins
fram til árásar
Þær litlu koma fyrst
með beittar vígtennur
“þá missi ég af næsta leik” ræðst á kvíðann
“hver vinnur American Idol?” hellir sér yfir myrkraverkið
“hvað með DVD diskana sem ég var að panta?” sér svo um að afgreiða þau
Ég brosi með sjálfum mér
ánægður með að ekki þurfti
stærri og merkilegri hergögn