Mér er hulið...
Mér er algjörlega hulið
Hvernig fólkið ber sig að
Eg fæ það ekki dulið
Eg gæti ekki það
Að vera svona rosalega góð
Eg verð nú bara rjóð
I kinnum
Mörgum sinnum
Því aldrei er ég það
Mér er gjörsamlega dulið
Hve auðvelt mörgum reynist
Að nýta tímann sinn
Til góðverka og gleði
Fyrir vini sína
Svo er það ekki alltaf
Svo þakkarvert
Sem skildi
Ég veit nú bara það.
Mér er það virkilega hulið
Hvernig skal
gleðja auma sál svo vel á fari
Og sjá svo hvernig æxlast
Til gleðiríks máls
Já, það má bara vera
Hjartans gleði
En lika sorg ef miður tekst
Til þess jú þarf svo lítið
Og það er einmitt það
Sem…… er að.