Án þess að geta stöðvað
pennann
birtast sífellt fleiri og fleiri
augu
Alltaf sama augað
Alltaf sama alvitra og dæmandi
augnaráðið
Mæla mig ásakandi út
og ásækja mig
“Af hverju ertu að teikna okkur?
Veistu ekki að það er talið bera vott
um geðveiki að vera sífellt að teikna augu?”
Ég fer í störukeppni við blaðið
glottandi