…sit úti á engi
tunglið varpar geislunum á andlit mitt
og lýsir upp spennuna sem skín í gegn
eftirvæntinguna yfir því hvað hún sýnir
…síðasta Baldursbráin

…sit úti á engi
döggin hylur hvítlitt grasið sem áður var grænt
en nú er það hulið slitnum laufblöðum
gamlir stilkar standa upp úr á stöku stað
…síðasta Baldursbráin

…sit úti á engi
bergmálið raular síðustu setningarnar aftur
síðasta blaðið var alltaf það sama
á milljón blómum: “elskar mig ekki”
…síðasta Baldursbráin

…sit úti á engi
blautur og vona að blómið sé það eina rétta
blöðin eru fá sem skreyta krónuna núna
tvö eftir á…
…síðustu Baldursbránni

…hún elskar mig?

…hún elskar mig…?


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.