Lítil dökkblá og hvít randafluga
föst
í tímamótum tímans -
og ótímans.

Finnur fyrir frostinu sem heltekur hjartað
í heljargreipum sorgarinnar.

Getur ekki hætt að raula lag Lúsífers.

Hún sér depurðina í sál gráu borgarinnar.

Því þarftu að elta mig?

“Því að greyið festi sig í hyldýpinu”

… óttinn er allur.
_________________________________________________