svartblár flöturinn undirstrikar dýpið
olíubrákin sýnir alla liti í einu
sólin endurspeglar síðustu geislunum
á óhreinum haffleti – neðan við mig…

fölleit húðin undistrikar þreytuna
hegðunin sýnir hvernig mér líður
brosið endurspeglar síðustu gleðina
úr óhreinu hjartanu – horfnu úr mér…

kemst aldrei til botns – botns í mér
dýpið er kalt – þori ekki að stökkva
hangi á brúninni – skoða úr fjarska
manninn sem ég hef að geyma…

stefni á botninn
kemst þá kannski
að því hver ég er…

stefni á botninn
brosi þá kannski
þegar ég syndi upp…

nóg komið af því að hanga á brúninni
tími til kominn að stökkva í dýpið
faðma að mér þarann og ruslið á botninum
tími til kominn að breyta þessu öllu…

tími til kominn að breyta mér aftur…

tími til kominn að ná mér aftur…

gamla mér aftur…

því ég sakna mín…

tími til kominn að sökkva í dýpið…

tími til kominn að synda aftur upp…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.