En fæ í sarpinn hér safnað
sorgum og tárum og þraut
því aftur nú hefur mér hafnað
hún sem er farin á braut.
Aldrei ég aftur fæ líta
augun svo himnesk og blá
og má því hér sitja og sýta
að sorgin nú dvelur mér hjá.
Ástina bar hún mér blíða
og brosið svo indælt og hlýtt
en nú mun í sálu mér svíða
sárið mitt blæðandi nýtt.
Engin er yndælli kona
en eingillinn sem forðum var
holdtekning heitustu vona
og hjarta mitt varlega bar.
En nú er hún farin og finn ég
að fögnuður lífsins hann er
sölnað lauf, sinn farinn veg
og söknuðinn einan ég ber.
Svo kveð ég þig ástin mín eina
og ætla að fara á ný
að lifa, ei deyja, já leyna
að lífið mitt er fyrir bí.
En ég veit ef þú kona'á mig kallar
þá kem ég svo glaður til þín
og man unaðsstundirnar allar
og aftur þá sólin hér skín.
Ég veit samt að aldrei mun aftur
ást þína finna og sjá
en svo heitur er hjarta míns kraftur
að helst enn á lífi mín þrá.
My life for Aiur!