um veðrið úti
sem tileinkað grasinu, grasekkjum,
rakt og rómantískt
eins og hugsanir og atlot einmana sjómannsfrúar
sem á ekki rafhlöður í víbrandi viðhaldið
þjótandi á rauðu rjúkandi þrumuskýi
í gegnun öldur og ólgusjó til síns heittelskaða.
Herbergið gleypir hvert óp, hverja kæfða stunu
tillitssamt við tíðindaþyrsta nágranna
sem hlusta með kjaftinum.
Svo styttir upp
og kinnrjóðir draumarnir víkja
fyrir raunveruleikanum.
—–