Rauðir geislar hnígandi sólar
falla á tárvota ásjónu mína
þar sem ég stend í fjöruborðinu
og hlíði á nið sjávarins.
Ég horfi á öldurnar rísa og hníga,
bera við gullroðin ský um stund
og hverfa síðan,
skella hljóðlega á sandinum.
Rakur sandurinn glitrar
sem stjörnumergð vetrarbrautarinnar.
Hvítir máfar svífa yfir ströndinni
hluti af órjúfandi heild
hins jarðneska heims
-hluti af okkur báðum-
Stjörnurnar geisla frá sér tilfinningalausri hlýju
en í hjarta mér ólgar rauður eldur ástarinna
“I don't want power, I just want to be remembered.”