Það er gamli maðurinn
sem ráfar um með slitinn pokann,
dreifir vitrun um bæinn.
Gamla bæinn góða.
Slóð salttára,
fyllir verur af gleði ásamt reiði.
—
… en ekki sorg.
Sorg er réttindi jólasveinsins
með kóníakið í hægri rassvasanum.
Bærinn minn er borg.
Bærinn hans er sorg.
Uss…
… heyrið þið virkilega ekki í menguninni?
Hún stefnir hingað…
ef þið vilduð fyllast visku.
- Kexi
_________________________________________________