Lífrænir samstafir,orka
Ofnir með kærleika
saman í órofa bönd
lágvær þýður söngur
móður jarðar.
Vindur vaggar blítt
þetta litla líf,
sól á himni snertir
með geisla sínum
gjöf af elsku veitt.


Örlitlir rigningardropar
líða mjúklega niður
Á jurtir jarðar
Tylla sér á tá
eitt augnablik
leggjast síðan niður,
átúðlega
og renna saman
við blómin,alsæl.
Samruni, samhljómur.
Kjarni.