hverjum þykir sinn fífill fagur
þykist æðstur og vitur
öllum stundum alls óragur
bak við sinn fífil situr
-þótt breytist fífilsins litur…

'mitt er rétt og þitt er rangt'
sér aðeins sinn eiginn
þráttar við aðra næturlangt
og alls kostar er feginn
-ef hins mannsins er veginn…

bitur er lundin og þrálát er sál
ef bítur hún fastast í bita
gullna leiðin er erfið og hál
þar sumir dökkna af svita
-og önnur blóm út frá sér smita…

dökk eru blómin á samtímans vegi
samt menn enn á þau góna
og dökkum lit smita á hverjum degi
saklausar stínur og jóna
-hjartkæra samtímans róna~



tileinkað öllu skemmtilega fólkinu á huga sem hefur svo gaman af að rakka annarra manna skoðanir niður í skítinn! ^_^
"