Á milli himins og jarðar
Leynist regnbogalituð
- rennibraut -
Að ofan koma gullkorn….
Streymandi niður, á fleygiferð,
með gleði og trúnaðartrausti.
Brautin skal hraða ferðinni niður,
- Því tíminn er naumur. -
Sveimandi um eins og örlitlir englar
sem hungrar og þyrstir að veita
- fólkinu hjálp. -
En fólkið á annríkt og kornin ná ekki
alltaf til þeirra á réttan hátt.
Trú,von og kærleikur,
oft forgörðum fara
í grýtta jörð, til þess eins
að hafa farið……………………..
- ferðina til einskis -
Ég stend hjá og óska, ég gæti hjálpað til
en veit ei hvernig.
Er rétt að fatta….. að fyrst,
þarf ég sjálf að stoppa
- og leyfa -
litlu korni að ná mér.