eitt af þessum ljóðum sem
eru í minnisbókinni eftir 3 daga helgi ;)

á augun stari, leiftrandi norðurljós
með roða í kynnum sem minna á rauða rós
og daggir féllu sem tár úr mínum augum
og hleyptu sorg úr annars dökkum baugum

ummhyggja og ást, með geislum þínum falla
þér undir vanga ég höfði mínu halla
í gyltum morgun roða þig ég dreymi
því augnarbliki í eilífðinni aldrei gleymi

sjá, fegurð lífsins sá í fyrsta sinn
öryggi og skjól hjá þér ég finn
þegar kemur að því
að sjá hvað að baki augum þínum býr
þá sólin rís og dagur kemur nýr


…..svoldið innhverft og aðeins of væmið
ætti kannski að skýra það “talað undir rós” hehe ;Þ
hvað fynnst ykkur? ;)