Mannstu...?
Mannstu mig???
Mynd á vegg sem mæðist út
og verður aðeins línur og krass
á mynd hugans í fjarlægð þinni
þú verður sem fegursta skart…
Þó minning þín eldist
og horfin sú stund
verður hjartað sem grisjað sár,
því bros þitt var ljósið
sem sagði mér allt
sem sálin þráði að fá…
Svör sem fengust
án orða, án hljóðs
ég man þig um eilífð alla,
því hjartað það valdi
þó valið var sárt,
þú hvarfst, sem tifandi alda…