það smáa....
Það smáa..
Ég tifa á mjúkum hnoðra
í rökkri þess stingandi skugga
og leiðin svo þokukennd og aum
leið mín svo tilgangslaust raul.
Ég tifa því tíminn hann glymur
að verða sem mest
að gera sem mest
Í margmenni svo smá, svo einföld
tifandi,leitandi,
að því sem ekki sést.
Og þú sem stendur mér fjarri
geltir sem óður hundur
Hver ertu
hvaðan ertu
hvert ertu að fara
hvert ertu að fara
Ég flýti mér, því tíminn hann glymur
og brátt verður þokan öll
lífið sem mann svíður
horfið í skuggana þögn….
ArNa Br.