Hafið er sem hugarrót sjálfs míns
Aflstöð reiði minnar knýr
Fangelsi óttans burtu
Synir jarðar falla
Iðunnar faðmlög í
Nakinn nyflungur
Sundurkraminn
Hart lætur í hafinu reiðu
Urðin rótast upp
Gljáfægðir steinar kastast
Aldarlöng bið á enda
Ránarfaðmur opnast
Heljar hugarburður
Eflist við hafsins gnauð
Inní mér eitthvað slitnar
Minningum drekki
Undir yfirborði
Reiðinna