hvert er eðli hennar?
Á hún það til að brjóta odd af oflæti sínu
og lauma því til mín?
Fyrirgefðu…
Það orð heyri ég alldrei falla
frá þessum samanbitnu steinrunnu vörum.
Hún heldur bara áfram að flýja,
lífið í heild sinni,
prýdd fölskum vonum og væntingum.
Einmana villt,
meðal himinhárra staðla,
sem enginn mannlegur máttur,
mun nokkurn tíma yfirstíga.
Fullkomnun..
Það er vímann sem hún leitast eftir,
en mun alldrei hlotnast.
Knýjandi lífið fram á öllum röngum stöðum,
í fölskum gleðiglaum,
fellur fyrir hendi sjálfsblekkingar,
eina ferðina enn.
Núna stend ég andspænis henni,
lít á hana og hvístla óstyrkri skjálfandi röddu…
Fyrirgefðu mér…
Geturðu fyrirgefið mér?