(ástarsaga)
Tveir skuggar
teygðu höfuð sín
í átt að hvor öðrum
í myrku sundi
milli tveggja heima
uns þeir runnu saman
fyrst í kossi
en urðu svo smám saman
sami skugginn.
En æðri öfl
ættluðu þeim ekki
að eigast.
Þau toguðu þá
í sitthvora áttina
og að lokum í sundur.
Og á sama stað
og þeir snertust fyrst
urðu þeir að sleppa
takinu hvor af öðrum.
Þeir kvöddust með kossi…
Gberg