blóm sem drýpur krónu
í grjóti vöxnum haga
býr kalt við depurð
og rigningardaga…

brosir meira en maður sem í kistunni sefur
svartnættið kalda er það eina sem hann hefur…

ef sálin hvílir þunglynd
í sorgum ofnu lífi
hugurinn leitar
að köldum hnífi…

skaltu muna það maður að svartnættið tekur
en enginn þig úr því að eilífu vekur…



lífið er harðlynt
og gleðin oft dofnar
en ekkert vinnst aftur
ef lífið þitt sofnar…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.