Ég þakka heiðurinn!
Fyrst þetta varð nú að ljóði vikunnar þá skora ég nú á fólk að skoða þau sem eru á heimasíðunni minni www.simnet.is/shadow ….
Um ljóðið sjálft er það að segja að það er að mínu mati það væmnasta sem ég hef póstað hér. Það hefur ekki þann virðugleik né myndlíkingar sem t.a.m. Flame of Passion hefur, þótt H2O bregði sér í ýmis gervi í þessu ljóði.
Í gegnum ljóðið skín væntumþykja og samhygð (empathy), en það vill oft gerast þegar ég les þetta ljóð að yfir andlit mitt hleypur augnabliksgretta yfir textanum… ég veit ekki hvað það er nákvæmlega, hugsanlega er það einmitt miðju erindið (svona er smekkur fólks misjafn…) sem mér finnst einum of melódramatískur svona eftir á að hyggja, eða - nú vantar mig íslenskt orð sem speglar rétta blæbrigðið - ögn ‘pretentious’.
Mér þykir samt vænt um það - einn af mínum (hálf-)ljótu andarungum…
Bestu kveðjur,
Laurent/Keats