hér ætla ég að birta 2 ljóð sem ég hef samið.
annað hefur birst áður, en birti ég það aftur hér, til að fá fleiri álit á því, ég vill einnig fá álit annarra á nýrra ljóðinu mínu “Tilgangslaus”.
endilega, ekki rakka mig niður :/ ég er enn nýr í þessu og er þetta bara eitthvað sem ég vill koma frá mér, ég er enginn ljóðakall sko :( er bara svona áhugamaður ljóða.
———-
Tilgangslaus
Hefur þér einhverntíman liðið einsog þú sért tilgangslaus?
Hefur þig einhverntíman haft alls ekki neitt, til að hlakka til?
Hefur þú einhverntíman misst ástvin, og þurft að horfa á það,
án þess að get gert neitt í því?
Hefur þú einhverntíman misst alla ánægjuna úr hjartanu?
Hefur þig einhverntíman langað að deyja,
En ekki haft kjark til þess?
Til hvers er ég hér?
Ég er án tilgangs…
Ég er gjörsamlega, tilgangslaus.
J
———-
Ekki neitt…
ég,
ég er lítið, ég er minna,
ég er ekkert.
Ég er afgangur af strokleðri,
sem dettur af eftir notkun…
Ég er strokleðrið sem liggur á borðinu,
sem enginn tekur eftir…
Ég er strokleðrið sem ýtt er á gólfið,
þar tekur enginn eftir mér…
mér er sparkað, ýtt og stigið á mig,
þar til að ég festist í tyggjóinu undir skónum þínum,
ég dett af í götuna, þar sér mig enginn…
þar tekur enginn eftir mér.
ég er strokleðrið sem liggur í skítugri götunni,
í rigningunni, aleinn,
enginn sér mig.
ég berst með rigningarstraumnum,
í áttina að holræsinu,
ég get ekki stöðvað mig,
lendi í skítugu vatninu,
byrja að leysast upp í eiturefnum,
smám saman minnka ég, ég hverf,
nú er ég orðinn að minna en ég var,
ég er loft,
ég er… ekkert….
J
———-