(samið í anda Bítskáldanna)



Bergmála alla leið til Reykjavíkur
fótspor mín
eða var það hugur
sem þýtur með minningunum þessa rigndu leið
framhjá morðóðum regndropum
sem öskra BANZAI! rétt áður en þeir hrapa á gangstéttina.
Rúðan er skítug
sem ég horfi út um
augu mín líka og sál
dugar ekkert minna en þvottur
vatn á gluggann
í augun
og beint með þetta skuldabréf í bankann.
Dagurinn byrjaði aldrei
og mun aldrei ljúka
augnablikið endalaust eins og Kevin Costner mynd
þannig væri himnaríki
sem maður gæti svo valið eins og af matseðli
Góðan daginn!
—–