Kalinn á hjarta
eiturnöðrur í sár mín narta
brostið þrek og sárar hendur
rótleysi um hugans lendur
sorg mín nærir auma sál
tár mín slökkva lífsins bál
gefa tilverunni ljós
vökva svarta rós
hann veit að tíminn líður
þögull við gröfina hann bíður
ljárinn glitrar
sál mín titrar
veröld snauðra manna
veröld boða og banna
lög sem aldrei eru brotin
andleg gæði þrotin
líf mitt tek með eigin hendi
á guð faðir almáttugan ég bendi
tími til komin að vist mín hér endi
áfram til þín ég þjáningu mína sendi….