Ég upplifi anda þinn
sem forna vitneskju
Móður náttúru.
Græn kærleisbirta
talar til framtíðar.
Ég er tré í örum vexti
rótgróin til kjarna
móður minnar.
Algefandi faðmur þinn
nærir mig, fyrirgefur
fortíðardraugana.
Andi þinn ,er minn
í eitt augnablik
verður allt tært sem ljósið
í enda ganganna,
inn í alheims augað.