tvö stutt
Sönn ást,
er eitt mesta undur veraldar,
allir hafa heyrt um hana,
en fáir þekkja hana.
Sönn vinátta,
er eins og villidýr,
hún stekkur á þig þegar þú ekki sérð,
og slær þig niður.
Sönn gleði,
er eins og fysrta bros ungabrans til móður sinnar
Á kvöldi.
Svo fagur, svo hlýr.
Litlar varir, brosið bjarta.
Augun skær, full af lífi.
Ekki átti ég á því von,
að síðasti taktur lítils hjarta slæði fyrir morgunkoss og sólarupprás.
Stífur, fjarlægur, kaldur og blár.
Þú sem alla ást mína ég gaf,
kvaddir mig ekki áður en frá mér hvarfst.
Í armi drottins hvílir nú og bíður stundarinnar,
er þú færð faðmlag og mömmukoss.
Stundarinar þegar við verðum aftur saman á ný.