Í nístandi sársauka,
brennandi kvöl.
Þú drekkur,
það er þitt böl.
Í ótta við stjórnleysið,
þú grípur síðasta hálmstráið.

Þú heldur að nú komi,
bjargvætturinn.
Í leit af svari,
Þú spyrð aldrei réttrar spurningar.
Þó þú telur þig heyra svörin.

Þú trúir að nú náir þú sjórninni.
Í afneitun á sannleikann,
þú stígur annað skref í átt til tortrimingar.
Þú heldur í vonina,
að nú komi dagurinn,
þar sem þú ráðir við drykkjuna.

Ég oft óska,
að ég geti losað þig við kvölina.
Læknað sár þín,
gefið þér aftur vonina.
Með sorg í hjarta,
ég hlusta og rétti þér hönd mína.
Leyfi þér að tala,
allt til að létta byrgðirnar.

Ég læt mig dreyma og vona,
að þú finnir aftur lífsgleðina.
Ekkert er eins sárt,
og að sjá þig svona týndan.
Að vita að þú ratir ekki réttu leiðina.

Kvöl mín er mikil,
stærri er samt þín.
Hjarta mitt svíður.
Ég oft óska að orð mín lýsi þér leiðina,
lagi þitt brostna hjarta og bæti kvölina.