Kaldhæðnin
kaldhæðni lífsins er…
með ólíkindum
misjafnlega heppnuð
eins og gengur.
Tillitsleysið og grimmdin
Ganga á víxl
Um götur ánægjunnar
Þegar síst er von.
Slá um sig með
Tvíeggja sverðum
Tálvona og svikum
Armæðu fátæktar
gatslitin loforð
á gullnu fati
ríkidæmis og gljálífis
mannhraka metnaðars
botn tilverunnar
illskunnar leðju
- er náð. -