Ég veit hvað það er sem ljómar
í fjarska,
en svertist með tíma
og tíma.
Það er nýfædd stjarna barnsins.

Ég veit hvað gerist er tilfinningar snertast
með ást,
en heilindin verða eftir
úti í leikhúsi.
Það er harmleikur, sem heitir skilnaður.

Ég veit hvað tilfinningin heitir,
þegar maður sér manneskju
og trúir skyndilega að allt sé hægt
og að sú manneskja sé tilgangur lífsins.
Það er ástin eina, sem að heldur heiminum saman.