Ég tekinn er föstum tökum
og upp í menn ég fer.
Hjá mér er aldrei slökun
því ég var gerður handa þér.

Ég settur var á þessa jörð
til að gleðja fljóð og menn
tilveran mín er ávalt hörð
en hún mun enda senn

Kveikt er í mér ástarloga
ég mun brenna fljótt eins og eldhúsleðja
en ég reyni ei úr munni mannsins mig toga
Því ég var settur hingað til að gleðja

Enginn tekur það frá mér
en ef þið það gerið getið þið búist við hefnd
ég segi þessi orð í beinni hér
ég hata tóbaksverndarnefnd.