Hvað vitum við um höfin
Þau dularfullu djúp
Þau geyma marga dýrgripi
Sem perlurnar og rafið
Og eðalsteina fagra
Sem okkur í munar
Því við eigum ekki neina
Sem varið er í,
að okkur finnst.
Við köfum í hafið
En finnum ekki neitt
Reynum að kafa til botns
En er kastað til baka
Því djúpin hafa ekki
Samþykkt komu okkar
En samt við viljum gjarnan
Grennslast ögn um þau
Forvitnin er okkur
í blóð borin
Við yrkjum um þau kvæði
Og sögur hugljúfar
Og getum okkur til.
En hvað djúpin geyma
Fær enginn að vita
Til fulls