Þig dreymdi undarlegan draum
um engil með blátt hjarta.
Orðin mín svifu á hvítum skýjum
svo hjóðlega framhjá þér.
Hjartað mitt ég gaf þér
heitt það lagði í lófa þína.
Þú sagðir takk og kysstir það einn koss.
En seinna, seinna, elsku vinur minn
- af hverju - sleistu það í sundur.
Var það af því ég tylldi tánum
eitt lítið spor, svo ofurlítið spor,
á þessa rykugu jörð ?
Ég sem átti að fljúga - með blátt hjarta -
alla tíð.
Ég er bara lítil stúlka og græt í grasinu.