…rökkrið sígur yfir líkt og slæða um hefðarfrú
þegar sólin hnígur niður bak við hæðina
hún dregur þó seiminn og varpar hinstu geislum
til að lýsa upp heiminn og andlitið þitt…
…skýin skjótast um líkt og refir í rjúpnaleit
rofna og brjótast til að hleypa birtu að
þau roðna við sönginn sem þú syngur til þeirra
og koðna niður í blámann bak við sjóndeildarhringinn…
…allt fyrir þig mín þokkafulla borg
þú hýsir mig og kæfir mína sorg
sumarnætur í Reykjavíkurbænum
kynþokkadætur baða sig í sænum…
…Esjan yfir öllu gýn – Reykjavíkurmóðir
við klifrum upp til þín – synir allir rjóðir
og horfum yfir borg sem þú í æsku fæddir
og öll hennar torg sem þú í hana klæddir…
…ég elska þessar Reykjavíkursumarnætur
meðan myrkrið í burtu einmana grætur…
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.