Sem barn lagði ég í mina fyrstu orustu.
Án þess að vita að hún væri hafin, tók ég of stórt skref inn á víglínu hinna fullorðnu, óhrædd og örugg um að geta flúið inn í skjól æskunar.
Fljótlega sá ég að þanngað væri ekki snúið.
Ég horfðist í augu óvina minna sem kölluðu sérsveit sína “erfiðlekar”.
Fremst í flokki var hin miskunarlausa ást, sem læddist um vit mín og blindaði mig, gerði mig máttlausa fyrir hinum erfiðleikunum.
Eftir að ástin hafði yfirgefið mig tók sorgin við. Hún stal brosi mínu og sverti sál mina.
Ég sá ekki fordómana og einmannaleikan fyrr en ég hafði sigrast á sorginni.
Fordómarnir og einmannaleikinn köstuðu mér á milli sín og særðu mig í hvert skipti sem að þau snertu mig.
Fátæktin reif líka öðruhvoru í mig og lét mig finna fyrir sér.
Ég hljóp af stað en vissi ekki hvar ég gæti falið mig.
Á leið minni safnaði ég kærleik, vináttu, ástúð, vitneskju, fróðleik, stolti, hugrekki, sjálfstæði og sneri svo við. Ég bauð ástinni samstarf, vingaðist við einmannaleikan, horfði í augu við fordómana, yfirbugði sorgin og vann á fátæktinni.
Fyrstu orustinni var lokið en ekki þeirri síðustu.