Eg er hrópandi sál
Í tómið horfi
Blindum augum
Vonleysi sé
Örmagna bál
Glæður
Gef magnvana eftir
Glitrandi skýjaborgir
Uppleysast
Í morgundögginni
Nýr dagur
Brostinna vona
Upp rennur
Dag eftir dag
Ár eftir ár
Til lífsneistinn
Slokknar.
Hver man mig?