Ef allt er dimmt
Og sérð ei ljósið bjarta
Þú lokar augum þínum
Og leyfir fyrri tímum
-Að koma fram.-
Frá barnæsku þú manst.
Bjartar stundir
Þótt nú um mundir
Þú eigir bágt.
Frá innstu glóð
-Sálar þinnar-
Þú geymir ljóð
Sem reynslan hefur
Fært þér
Það ysta lag er harðgert
Sem bergið sjálft
En kjarninn er sem blóð
-Lífsorkunnar þinnar-
En ef svo er að engir
Góðir dagar voru
-Þá barn þú varst-
Þá beindu huga þínum
Til ljóssins lindar orku
Og biddu um bjartan
Vonarstreng og vernd
Því af alhug ef þú
-Biður –
með sál og hreinu hjarta
Það rætist, vertu viss,
Því sálin er jú liður
Í alheimsvitundinni.