Er ég leit í augu þín
einn dag um skamma hríð
var sem tíminn hætti að tifa um stund
með tár á hvarmi
Ég man þá dul sem dagur rynni nýr
og draumur minn varð eitt með þér
og söng þínum
Þú horfðir yfir hópinn sem safnast
hafði um kring
Þú horfðir yfir hópinn sem safnast
hafði í hring
og leist í augu min svo lengi
að lifnaði ást til þín
Ég lifði eilífð þá eða aðeins augnablik
sem ennþá býr í sálu og hjartarótum mínum
og ég veit þó finnumst aldrei meir
á vegi okkar lífs þá man ég þig
Ég veit þó finnumst aldrei á vegi okkar lífs
þá man ég ætíð þig og þetta augnablik
Þú leist í augu min svo lengi
að lifnaði ást til þín.