Sól og tungl ég glaður gæfi
gjarnan fyrir lítinn koss.
Þráð ég hefi alla ævi
eitt, að njóta þessa hnoss.
Misst hef svefninn margar nætur
myrkrið geymir öll mín tár.
Í laumi hef þér gefið gætur
geðveikur og hjartasár.
Þú ert lífs míns ástin eina
aðrar stúlkur vil ei sjá.
Kvöl mér þykir þó að reyna
þrá svo heitt en aldrei fá.