Ég er barn og gömul kona
á mér óskastjörnu fulla fyrirheita.
Langt í burtu,er maður
sem hlustar á bæn mína.
Gamall eins og jörðin
syngjandi alheimur
er heimili hans.
Alsjáandi faðir
alheyrandi sonur
lagviss sameind,þess eina.
Hann býður mig velkomna
í ríki sitt og segir mér,
að svarið liggji í hjartanu
eins og demantur í flauelsöskju.
Í honum er stjarnan,
sem ég óska á
frá vöggu til grafar.