Hugs´ekki skýrt, finn ekki til,
hjartað er rotið en fjandinn! Ég vil-
vakna, og finna blóðið streyma;
upplifa það er hugurinn hefur að geyma.
Sjá og skynja í kringum mig,
að heimurinn snýst kringum fleira en þig.
Vil brjótast út, þrái að finna
tilganginn sjálfan hvorki meira né minna.
Á lífinu sjálfu hef misst alla trú,
hvor var að ljúga, ég eða þú?
Þú samviskulaust þennan glæp hefur framið,
með hjartað í höndunum, þornað og kramið.
Með gallbragð í munni ég sit og pára,
þú ert ekki verðugur minna silfruðu tára.
En lífið er leikur og ég spila með,
öll þessi vinna og allt þetta streð,
til einskis er unnið ef engin er,
ástríða og metnaður í hjartanu í mér.