Hér kemur eitt með fornlegu yfirbragði þó að bragarhátturinn sé ekkert merkilegur.
Sægarpar sigldu og fylgdu
sólu og runnu á Unni.
Lögðu að lendum fjenda,
létu ei hug sinn buga.
Bröndum beittu og veittu,
blóðugar undir hundum.
Léttu frá landi í skyndi,
lofuðu góðan Óðinn.