Próf


Ég naga blýantinn, nenni þessu ekki
Býð bara eftir að bjallan öskrar
Öskrar, drullið ykkur út, tíminn er búinn.

Ég horfi á prófið, prófið horfir á mig
Ég veit að það nýtur þess
Nýtur þess að ég skil ekkert hvað það er að seiga.

En ég tala við það í smá stund
Reyni að fatta gátuna, á bak við blaðrið
Og svo seigi ég, já svona á þetta að vera.

En svo er okkur skipa að hætta
Af hinni miklu bjöllu
Og við hlíðum eins og skot,

Ég kveð prófið með því að skrifa nafnið mitt á það…..