:D … og allt sem ég sagði var að ef ort væri eftir hefðbundnum íslenskum bragarháttum þá væri sjálfsögð og eðlileg krafa að það væri gert rétt … fer ekki ofan af því. Það þarf enginn að fara í skóla til þess að læra að semja ljóð en til þess að semja gott ljóð þarf að hafa tilfinningu fyrir hinum ýmsu eigindum ljóðsins, hvort sem sú tilfinning er meðfædd eða áunnin, t.d. með lestri ljóða eða annars efnis sem tengist þeim og svo auðvitað pælingum.
Orðið “væmni” er vissulega huglægt orð. En þegar nánast hvert einasta ljóð fjallar um ástina – sorg eða gleði tengda henni, nú eða kannski geðsveiflur af ýmsum toga, þá finnst mér (aftur huglægt mat :D) orðið dálítið eyðilegt um að litast. Það væri t.d. ágætis tilbreyting að fá fleiri ljóðmyndir sem fjalla ekki um tilfinningar heldur er tilfinning/skynjun á tja, nánast hverju sem er.
Að ætlast til að öll ljóð sem hingað eru send teljist góð, er óraunhæft en bundið mál lýtur föstum formum og reglum sem ber að virða. Jafnvel einfalt ljóðform á borð við hæku lítur föstum reglum, ekki bara 5-7-5 (sem væri þá væntanlega einhverskonar formregla) heldur verður hækan að innihalda orð eða orðasamband sem hefur skýrskotun í einhverja af hinum 4 árstíðum (einhver sendi inn 5-7-5 um daginn en árstíðina vantaði).
Ég er algerlega sammála þér um að skák er ekki ljóð en skák er list, svo mikið er víst. Á sama hátt er ljóð sem ort er undir fyrirfram ákveðnum bragarhætti, bundið af þeim reglum sem þar um gilda. Ég er líka sammála þér um að óbundið mál gefur miklu meiri möguleika á tjáningu skynjunar. En fólk ætti þá líka að nýta sér það og gera tilraunir með tungumálið og prufa ýmsa möguleika sem óbundið reglulaust ljóðform gefur. Hér er einmitt vettvangurinn því fólk nýtur þeirra forréttinda að koma fram undir dulnefni :)