Í ljósi augna þinna
skynja ég brennandi þrá.
Í blómstri hjarta þíns
vex ástin svo heit.

Sólstafir okkar sameinast
í heitu faðmlagi kvöldroðans,
við leysumst upp í skýjunum,
og berumst til ókunnra stranda
morgundagsins.

Þar er enginn nema við.
Hvert erum við komin vinur?
Getur þú sagt mér eitthvað,
um framtíðina eða er allt,
stýrt af sólbráð okkar beggja.

Hörund mitt er marglitað
svitinn kristallast fyrir þig.