Þakka þér fyrir hrósið og gagnrýnina.Það er rétt hjá þér að það er fallegra að hafa ,'Líkt og hringir á vatni'í fyrstu línu.Ég vildi ekki ‘hafa þetta svona ruglingslegt’eins og þú segir ,heldur er um að kenna að ég flýtti mér um of.Sem maður á aldrei að gera.Hins vegar finnst mér óhæft að hafa,'Glitskærar stjarneindir drjúpa'eins og þú vilt hafa það,jafnvel þó það sé eðlilegt talmál.Ástæðan er sú að það er stirt í framburði að hafa tvö s svo nálægt hvort öðru ‘skærar stjarneindir.’Stjarneindir glitskærar drjúpa ,
eins og ég hef það er mun þjálla í munni.Hvað varðar augnsilfur himnanna hélt ég að væri hverjum ljóðarýni augljóst hvað þýddi.Þetta er eftir því sem ég best veit kenning.Ljós andlitsins´' er kenning þ.e.augun.'Augnsilfur himnanna' er ekki bein mynd, eins og ‘ljóskvikir fiskar’ í ljóði Snorra Hjartarsonar
'Kvöld''
Á grunnsævi kvölds,flæðir
gullinn straumur um
þéttriðið net
nakinna trjánna
og fyllir þau ljóskvikum fiskum´
tilvitnun lýkur. Eins og ‘ljós andlitsins’ eru augun, þá eru augum oft líkt við stjörnur eins og í ljóði Jónasar Hallgrimssonar
'Ferðalok'
'blika sjónstjörnur
brosa blómvarir….' tilvitnun lýkur.
'augnsilfur himnanna' eru silfurglitrandi stjörnur,augu himnanna eða augu Guðs.Mér finnst það jafn auðskiljanleg kenning eins og ‘ennimáni’
Með kveðju.cocobana.