Faðmaðu ljósið
gefðu lífinu
litfagurt ljóð.
Þá veraldarheimur
hylur hjartans glóð.
Þrumur þá drynja
eldingar lýsa
himinn á heljarslóð.
Daggir þá drjúpa
á krossinum helga
englar þögulir krjúpa.
Lúta í lotningu,
Lausnara vorum
biðja, friður á jörð.
SR(1994)